Annar styrkurinn einskorðast við úrvinnslu gagna öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn sem unnin yrði í húsakynnum RHLÖ. AGES RS rannsókninni hefur verið lýst í greininni „Age, Gene/Environment Susceptibility-Reykjavik Study: multidisciplinary applied phenomics. Harris TB, Launer LJ, Eiriksdottir G, Kjartansson O, Jonsson PV, Sigurdsson G, Thorgeirsson G, Aspelund T, Garcia ME, Cotch MF, Hoffman HJ, Gudnason V. Am J Epidemiol 2007;165(9):1076-87“.
Hinn styrkurinn er opinn í þeim skilningi að hann einskorðast ekki við öldrunarrannsókn Hjartaverndar (slík tenging er þó ekki heldur útilokuð) en einskorðast við doktorsnema á öldrunarfræðasviði í víðum skilningi.
Doktorsneminn fær starfsaðstöðu við RHLÖ og skilyrði fyrir veitingu styrks er að rannsóknin sé unnin að stofni til á RHLÖ, auk styrksins sem nemur 265.000 krónum á mánuði í þrjú ár.
Doktorsnemi og leiðbeinandi geta komið frá hvaða námsbraut sem er innan Háskóla Íslands eða sambærilegra íslenskra stofnana. Doktorsneminn þarf að leggja fram rannsóknaráætlun sem miðast við form umsókna fyrir vísindastyrki Landspítala. Auk þess þarf að liggja fyrir samþykkt um doktorsnám frá viðkomandi háskóladeild. Doktorsnám sem þegar hefur verið hafið skal ekki vera lengra komið en sem nemur um það bil fjórðungi verkefnis.
Leiðbeinendur doktorsnema við Háskóla Íslands og aðrar sambærilegar stofnanir á Íslandi geta sótt um styrk fyrir doktorsnemaverkefni með því fororði að doktorsneminn taki við verkefninu innan sex mánaða frá veitingu styrks.
Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala vill efla doktorsnám á sviði öldrunarfræða með ofangreindum hætti með árlegum styrkveitingum. Þannig er vonast til að lifandi samfélag myndist um öldrunarrannsóknir þar sem doktorsnemar geta haft stuðning hver af öðrum auk góðrar starfsaðstöðu.
Umsóknir verða metnar af sjálfstæðri vísindanefnd.
Frekari upplýsingar:
Pálmi V. Jónsson, prófessor, formaður stjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala,
Sími: 543 9410,
Netfang: palmivj@landspitali.is (senda umsókn á það netfang).