Ingibjörg úrskrifaðist með BS próf í hjúkrunarfræði árið 1996 og embættispróf í ljósmóðurfræði árið 1999. Árið 2011 lauk hún MS prófi við Háskóla Íslands í ljósmóðurfræði. Ingibjörg hefur víðtæka klíníska reynslu af ljósmóðurstörfum. Hún starfaði sem ljósmóðir á fæðingardeild HSS eftir útskrift en hefur unnið sem ljósmóðir á Landspítala frá hausti árið 2000. Fyrst á fæðingardeild 23A, MFS einingu 23B, meðgöngu- og sængurlegudeild 22A og á göngudeild mæðraverndar. Samhliða starfi sínu þar hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands auk ýmissa starfa í þágu ljósmóðurfræðinnar. Ingibjörg hefur átt þátt í að innleiða ýmsar nýjungar á deildunum og var um tíma verkefnastjóri á kvenna- og barnasviði. Ingibjörg er sérfræðiljósmóðir og er sérsvið hennar sykursýki og fjölskyldumiðuð umönnun í gegnum barneignaferlið og hefur hún unnið við það starf undanfarin misseri.