Á Landspítala er af fremsta megni leitast við að taka alvarlega á eineltismálum og nýjung í því sambandi er að nú geta starfsmenn nýtt innri vef stofnunarinnar þannig. Þeir geta fyllt þar út form með beiðni um skoðun á sínu máli eða kvörtun og þá formlega athugun á einelti.
Hörður Þorgilsson, sálfræðingur á Landspítala,
um viðbrögð við eineltismálum á spítalanum: „Það sem er gangi í samfélaginu þessa dagana, þessar vikurnar, hvetur okkur til dáða og knýr okkur til þess að spyrja: Erum við að gera rétt, erum við að standa nógu vel að þessum málum, getum við gert betur og það viljum við“.