Rótargreiningu er lokið á aðkomu Landspítala að meðferð sjúklings sem gekkst undir gervibarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sjúklingurinn lést rúmum tveimur árum síðar en hann hafði legið á Landspítala bæði fyrir og eftir skurðagerðina.
Á síðastliðnu ári komu fram alvarlegar ásakanir á hendur þess læknis á Karólínska sjúkrahúsinu sem stýrði aðgerðinni. Var hann sakaður af fyrrum samstarfsmönum sínum um vísindalegt misferli í greinaskrifum sem tengdust aðgerðinni. Tveir læknar á Landspítala voru meðhöfundar einnar af þessum greinum. Í kjölfar þessara ásakana, sem og fregna um að lögreglurannsókn væri hafin á málinu í Svíþjóð, hóf Landspítali greininguna.
Í niðurstöðum hennar kemur fram að læknum og starfsfólki Landspítala hafi tekist að bjarga lífi sjúklingsins og í samvinnu við Karólínska sjúkrahúsið lengt líf hans miðað við lífshættulegt ástand hans. Meðferðin hafi verið veitt til að bæta lífsgæði og lengja líf sjúklings en ekki gerð sem vísindatilraun.
Þetta er 17. rótargreiningin sem Landspítali framkvæmir en þeim er ætlað að efla og bæta öryggismenningu spítalans. Þrátt fyrir að ekki séu gerðar neinar athugasemdir við störf þeirra lækna sem komu að meðferð sjúklingsins á spítalanum þá er bent á að bæta þurfi verklag þegar sjúklingar eru sendir til útlanda. Ekki eru til sérstakar vinnureglur á Landspítala um hvernig staðið skuli að tilvísun til erlendra sjúkrahúsa og það þurfi að bæta.
Karólínska stofnunin gerði ítarlega rannsókn á málinu og var niðurstaðan sú að ekki hafi átt sér stað vísindalegt misferli, hvorki hjá dr. Macchiarini né meðhöfundum hans. Í niðurstöðunum var sérstaklega tekið fram að íslensku læknarnir hafi hjálpað mjög til við framgang rannsóknarinnar með því að veita aðgang að gögnum auk þess sem sú meðferð sem þeir veittu sjúklingnum hafi verið mjög fagmannleg. Vísindaritið Lancet hefur einnig komist að sömu niðurstöðu en það hóf sjálfstæða rannsókn fyrr í sumar.
Á síðastliðnu ári komu fram alvarlegar ásakanir á hendur þess læknis á Karólínska sjúkrahúsinu sem stýrði aðgerðinni. Var hann sakaður af fyrrum samstarfsmönum sínum um vísindalegt misferli í greinaskrifum sem tengdust aðgerðinni. Tveir læknar á Landspítala voru meðhöfundar einnar af þessum greinum. Í kjölfar þessara ásakana, sem og fregna um að lögreglurannsókn væri hafin á málinu í Svíþjóð, hóf Landspítali greininguna.
Í niðurstöðum hennar kemur fram að læknum og starfsfólki Landspítala hafi tekist að bjarga lífi sjúklingsins og í samvinnu við Karólínska sjúkrahúsið lengt líf hans miðað við lífshættulegt ástand hans. Meðferðin hafi verið veitt til að bæta lífsgæði og lengja líf sjúklings en ekki gerð sem vísindatilraun.
Þetta er 17. rótargreiningin sem Landspítali framkvæmir en þeim er ætlað að efla og bæta öryggismenningu spítalans. Þrátt fyrir að ekki séu gerðar neinar athugasemdir við störf þeirra lækna sem komu að meðferð sjúklingsins á spítalanum þá er bent á að bæta þurfi verklag þegar sjúklingar eru sendir til útlanda. Ekki eru til sérstakar vinnureglur á Landspítala um hvernig staðið skuli að tilvísun til erlendra sjúkrahúsa og það þurfi að bæta.
Karólínska stofnunin gerði ítarlega rannsókn á málinu og var niðurstaðan sú að ekki hafi átt sér stað vísindalegt misferli, hvorki hjá dr. Macchiarini né meðhöfundum hans. Í niðurstöðunum var sérstaklega tekið fram að íslensku læknarnir hafi hjálpað mjög til við framgang rannsóknarinnar með því að veita aðgang að gögnum auk þess sem sú meðferð sem þeir veittu sjúklingnum hafi verið mjög fagmannleg. Vísindaritið Lancet hefur einnig komist að sömu niðurstöðu en það hóf sjálfstæða rannsókn fyrr í sumar.