Eva Ólafsdóttir hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) fékk samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir verkefni sem stuðlar að aukinni hreyfingu og er liður í meðferð unglingahóps. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti samgönguviðurkenninguna við athöfn í Ráðhúsinu 17. september 2015. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) fékk einnig viðurkenningu fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna.
„Eva Ólafsdóttir er sá einstaklingur sem hlýtur samgönguverðlaun Reykjavíkurborgar 2015. Hún starfar sem félagsráðgjafi á legudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL).Þar var ákveðið að setja á fót prógramm fyrir unglingana sem meðal annars fæli í sér meiri hreyfingu. Þá var farið að skoða hjólin sem voru í misgóðu ásigkomulagi og leitaði ráðgjafi á deildinni til Evu Ólafsdóttur félagsráðgjafa þar sem hún hafði tengingu við Reiðhjólabændur. Hún sendi beiðni á bændurna sem svöruðu að bragði og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumir komu með varahluti og bjöllur. BUGL átti fimm hjól og fékk deildin eitt hjól til viðbótar gefins frá einum reiðhjólabónda. Hjólin verða notuð sem hluti af meðferð unglingahóps á legudeild BUGL. Eva sá um að taka á móti sjálfboðaliðum og halda utan um verkefnið, ásamt ráðgjafa á deildinni.“
Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar
Skylt efni: Viðurkenning fyrir stuðning við vistvæna samgönguhætti