Á Landspítala er notuð hermiþjálfun til að æfa nýráðna hjúkrunarfræðinga og kandídata í samskiptum, teymisvinnu, upplýsingagjöf og réttum viðbrögðum við versnandi ástandi sjúklings. Leiðbeinandinn leggur fram aðstæður eða tilfelli sem þátttakendur nota til að auka færni sína í starfi. Með herminámi fá þeir tækifæri til að æfa viðurkennd vinnubrögð á spítalanum og stuðla að öryggi sjúklinga.
Auðna Ágústsdóttir og Eygló Ingadóttir lýsa hermináminu.