Lionsklúbburinn Njörður hefur fært legudeild hjarta- og lungnaskurðdeildar 12E á Landspítala Hringbraut að gjöf rafmagns brjóstholsdren, blóðþrýstingsmæli á hjólum og þvagblöðruómtæki. Á deildinni liggja sjúklingar eftir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerðir eða brjóstholsáverka. Öll þau tæki sem gefin voru eru í daglegri notkun og gera starfsfólki kleift að bæta þjónustu við sjúklinga. Stór hluti sjúklinga sem liggur á deildinni fær brjóstholsdren og er tækið sem nú var gefið með hleðslurafhlöðu sem gerir sjúklingum kleift að komast fyrr á fætur en ella og flýtir þannig fyrir bata. Blöðruómtækið og blóðþrýstingsmælirinn auðveldar eftirlit með sjúklingum.
Hópur félagsmanna í Lionsklúbbnum Nirði afhenti gjöfina formlega á hjarta- og lungnaskurðdeild 12E þriðjudaginn 1. júní 2015 og var kært þökkuð þessi höfðinglega gjöf.
Heildarverðmæti tækjanna er nærri 2.500.000 kr.