ásamt hvetjandi starfsumhverfi eru grunngildi hönnunar
Meðferðarkjarnans, sem leitast við að hlúa að mannlegum
þáttum í umhverfinu og draga úr tæknilegu yfirbragði
spítalastarfseminnar.
» Innra skipulag er almennt og sveigjanlegt.
» Gott aðgengi, láréttar og lóðréttar leiðir milli deilda eru
stuttar og greiðar.
» Aðalanddyri við efri götu er í góðum tengslum við allar
deildir Meðferðarkjarna.
» Aðskildar umferðarleiðir sjúkraflutninga annars vegar og
almennings og vöruflutninga hins vegar.
» Þrjú stiga- og lyftuhús, sem tengjast aðalanddyri og öllum
deildum Meðferðarkjarna, eru fyrir almenna umferð og
vöruflutninga.
» Fjögur stiga- og lyftuhús eru fyrir sjúklingaflutninga milli
legudeilda og meðferðardeilda í suðurhluta hússins.
» Tengingar við aðliggjandi byggingar eru um ganga neðanjarðar og brýr á efri hæðum.
Aðkoma að fyrstu hæð frá neðri götu. Meginstarfsemi fyrstu hæðar er:
» Bráðamóttaka og skammverueining
» Fyrirlestrasalur, 300 sæti
» Apótek
» PET framleiðsla
2. hæð
Aðalaðkoma Meðferðarkjarna er á annarri hæð, gengið inn frá efri götu. Meginstarfsemi annarrar hæðar er:
» Aðalanddyri
» Mötuneyti
» Öryggisgæsla
» Kapella
» Myndgreining
» Endurhæfing
» Smitsjúkdómadeild
3. hæð
Almenn aðkoma að þriðju hæð er um stiga- og lyftuhús sem tengjast aðalanddyri á annarri hæð með aðkomu frá efri götu. Meginstarfsemi þriðju hæðar er:
» Skurðaðgerðir
» Hjarta- og æðaþræðingar
» Gjörgæsla
4. hæð
Fjórða hæð Meðferðarkjarna skilur að meðferðar- og legudeildarhluta byggingarinnar. Stór hluti hæðarinnar fer undir tæknirými og þjónustu. Meginstarfsemi fjórðu hæðar er:
» Tækni
» Skrifstofur
» Hvíldaraðstaða bakvaktastarfsfólks
» Þjónusta
5. og 6. hæð
Legudeildir eru á 5. og 6. hæð. Þar eru 8 einsleitar deildir með 23-25 legurýmum á hverri deild. Leitast er við að hafa staðlað fyrirkomulag legudeilda, vakta, móttöku og sjúkrastofa. Það eykur öryggi og sveigjanleika í notkun.
Kjallari
Í kjallara er komið fyrir tækni- og þjónusturýmum sem eru:
» Búningsaðstaða
» Dauðhreinsun
» PET framleiðsla (myndgreining)
» Rúmamiðstöð
» Þjónusta
» Tækni