„Sú uppbygging er nú loks handan við hornið, eftir áralanga umræðu og endurskoðaðar áætlanir þar um,“ segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem fjallar um fyrirhugaða uppbyggingu á nýju húsnæði Landspítala á Hringbrautarlóð. „Framkvæmdin er umfangsmikil og kostnaðarsöm. Aðstæður í samfélaginu ráða því að ekki verður unnt að ráðast í endurnýjun alls þess húsnæðis sem þó væri óskandi. Má þar nefna húsnæði geðsviðs, fæðingardeild og Grensás. Eftir vandlega skoðun á sínum tíma var það niðurstaðan að í algerum forgangi væri að sameina bráðastarfsemi spítalans í nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut.“
Leit
Loka