Fjöldi fólks hleypur til stuðnings starfsemi á Landspítala í Reykjavíkurmaraþoninu 22. ágúst 2015.
Páll Matthíasson forstjóri gerir það að umfjöllunarefni forstjórapistilsins og vitnar sérstaklega til framlags starfsmanna sjálfra í þessu efni. Þar tilgreinir hann sem dæmi Halldóru Hálfdánardóttur, deildarstjóra krabbameinslækningadeildar 11E, og Stefaníu Ósk Margeirsdóttur, sérhæfðan starfsmanna á blóðlækningadeild 11G. Halldóra ætlar heilt maraþon fyrir sína deild og Stefanía Ósk hálft!
„Takk Halldóra, takk Stefanía Ósk og takk þið öll sem hlaupið til styrktar starfseminni og gangi ykkur vel! “, segir forstjórinn.
Forstjórapistill 21. ágúst 2015