Notkun jáeindaskanna felst að
stærstum hluta í greiningu og
mati á illkynja sjúkdómum. Tækn
-
in gefur nákvæmar upplýsing
-
ar um dreifingu og staðsetningu
krabbameina sem getur fækk
-
að óþarfa skurðaðgerðum og gert
geislameðferð markvissari. Rann
-
sóknin gefur betri upplýsingar um
útbreiðslu sjúkdóms en þær aðferð
-
ir sem við notum nú hjá allt að
þriðjungi sjúklinga og hefur þannig
áhrif á meðferð hjá stórum
hluta þeirra. Til dæmis að
taka mun skanninn fækka
erfiðum skurðaðgerðum
við lungnakrabbameini um
10%. Fyrir geislameðferð
er unnt að afmarka æxli
betur og minnka þannig
geislun á sjúkling. Lyfja
-
meðferð margra krabba
-
meina verður markviss
-
ari sem eykur batahorfur,
minnkar aukaverkanir og
sparar samfélaginu fjár
-
muni. Með því að greina
snemma í meðferð með jáeinda
-
skönnun hvernig sjúkdómur bregst
við henni er unnt að sérsníða með
-
ferðina fyrir sjúklinginn.
Fjölbreytt not
„Notkun jáeindaskanna felst að stærstum hluta í greiningu og mati á illkynja sjúkdómum. Tæknin gefur nákvæmar upplýsingar um dreifingu og staðsetningu krabbameina sem getur fækkað óþarfa skurðaðgerðum og gert geislameðferð markvissari. Rannsóknin gefur betri upplýsingar um útbreiðslu sjúkdóms en þær aðferðir sem við notum nú hjá allt að þriðjungi sjúklinga og hefur þannig áhrif á meðferð hjá stórum hluta þeirra. Til dæmis að taka mun skanninn fækka erfiðum skurðaðgerðum við lungnakrabbameini um 10%. Fyrir geislameðferð er unnt að afmarka æxli betur og minnka þannig geislun á sjúkling. Lyfjameðferð margra krabbameina verður markvissari sem eykur batahorfur, minnkar aukaverkanir og sparar samfélaginu fjármuni. Með því að greina snemma í meðferð með jáeindaskönnun hvernig sjúkdómur bregst við henni er unnt að sérsníða meðferðina fyrir sjúklinginn.“Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að leggja fram rúmar 720 milljónir til þess að þjóðin eignist jáeindaskanna (petskanna). Tækinu verður komið fyrir á Landspítala.
Í grein í Fréttablaðinu 20. ágúst 2015 gerir Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítala, grein fyrir því af hverju mikilvægt er að fá svona jáeindaskanna en slíkt tæki er ekki til hér á landi.
Í ár er búist við að 200 sjúklingar verði sendir til útlanda í jáeindaskanna.