Við hönnun nýbygginga á Landspítalalóð hefur verið gert ráð fyrir að koma fyrir þessu mikilvæga myndgreiningar- og rannsóknartæki. Nauðsynlegt er að reisa nýtt húsnæði til að koma jáeindaskannanum fyrir á spítalanum og tengdum búnaði til að búa til geislavirk efni.
Á hverju ári eru um 100 krabbameinssjúklingar sendir til útlanda í jáeindaskanna (petskanna) vegna þess að slíkt tæki er ekki til hér. Skanninn þykir nýtast einkar vel fyrir ýmsar tegundir af lungnakrabbameinum, eitlakrabbamein, leghálskrabbamein og krabbamein í koki. Jáeindaskanni gagnast líka vel við að finna uppruna krabbameins ef fólk hefur greinst með meinvarp.
Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar á Landspítala um jáeindaskanna í Læknablaðinu 2008
Medical News Today (MNT) 2015 : PET Scans: How does a PET scan work?