Corpus 3 bauð tæpa 1,4 milljarða króna í fullnaðarhönnun nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut og átti lægsta tilboðið, um 51% af áætluðum kostnaði upp á rúma 2,7 milljarða. Í meðferðarkjarnanum verður bráðastarfsemi spítalans sameinuð. Tilboðin voru opnuð 16. júlí 2015.
Corpus 3 hópurinn samanstendur af VSÓ verkfræðistofu, VJI verkfræðistofu, Hornsteinum arkitektum og Basalt arkitektum.
Meðferðarkjarninn er stærst fjögurra nýbygginga sem áformað er að reisa við Hringbraut eða 58.500 m².
Öll fjögur tilboðin sem bárust voru umtalsvert lægri en kostnaðaráætlunin.
Tilboðin í fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans:
Verkís og TBL 1.563.430.000 kr.
Grænaborg 1.620.593.000 kr.
Corpus 3 1.399.303.400 kr.
Mannvit hf. 1.513.171.040 kr.