Jeffrey Goldsmith geðlæknir, prófessor frá Cincinnati og forseti Bandarísku fíknlæknasamtakanna ASAM (American Society of Addiction Medicine), heldur fyrirlestur um fíknsjúkdóminn og geðsjúkdóma fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk í Hringsal, Landspítala Hringbraut, þriðjudaginn 7. júlí 2015, kl 15:00-16:00. Fyrirlesturinn nefnist „Pay No Attention to the Man Behind the Curtain: Is it necessary to look for addictions?“
Jeffrey Goldsmith er á Íslandi vegum SÁÁ. Hann mun fara víða í tilfellamiðaðri umfjöllun um geðsjúkdóma samhliða fíknsjúkdómum, verkjasjúklinga með fíkn og inngrip í sjúkdóminn á öllum stigum.