Formaður Félags lungnasjúklinga, Birgir Rögnvaldsson, færði lungnadeild A6 spjaldtölvu að gjöf 2. júlí 2015. Spjaldtölvuna á að nota til að skrá á rafrænan hátt fylgni starfsmanna við handhreinsun.
Lungnadeild A6 er þátttakandi í verkefninu „ Með hreinum höndum“. Vonir standa til að spjaldtölvuna verði í framtíðinni einnig hægt að nota við skráningu lífsmarka á deildinni. Ólöf Másdóttir sýkingavarnahjúkrunarfræðingur tók á móti gjöfinni fyrir hönd starfsmanna deildarinnar.