Í maí 2015 náðist sá áfangi hjá Landspítala að 30% af öllum úrgangi spítalans fóru til endurvinnslu. Það jafngildir rúmlega 25 tonnum á mánuði eða um 300 tonnum á ári og munar um minna.
Eitt af markmiðum umhverfisstefnu spítalans var að ná að flokka 30% af úrgangi spítalans. Til samanburðar var endurvinnsluhlutfall 15% árið 2012.
Eitt af markmiðum umhverfisstefnu spítalans var að ná að flokka 30% af úrgangi spítalans. Til samanburðar var endurvinnsluhlutfall 15% árið 2012.
Þessu markmiði hefði ekki verið hægt að ná nema vegna mikils áhuga og skilnings starfsmanna spítalans á mikilvægi þess að flokka sem mest þann úrgang sem til fellur á þessum stærsta vinnustað landsins.
Unnið er að því að bæta upplýsingar til starfsfólks og undirbúa plastflokkun á spítalanum.