Fimm erindi voru valin af dómnefnd af 170 til að keppa um fyrstu verðlaun.
Titill rannsóknarinnar var „Familiarity and Genetic Risk Factors of Acute Kidney Injury". Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem fjallar um fjöllíffærabilanir og byggist á gögnum frá Landspítala og Decode.
Eftirtaldir voru meðhöfundar: Þórir E. Long, Snævar Sigurðsson, Olafur S. Indridason og Gisli H. Sigurdsson.
Bráður nýrnaskaði er alvarlegur fylgikvilli með sterk tengsl við verri horfur í kjölfar bráðra veikinda. Í rannsókninni könnuðu Martin Ingi og meðhöfundar fjölskyldulægni bráðs nýrnaskaða á Íslandi hjá ríflega 12 þúsund einstaklingum. Í ljós kom að fjölskyldulægni var til staðar, þ.e. auknar líkur voru á bráðum nýrnaskaða hjá fjölskyldumeðlimum einstaklinga sem greindust með bráðan nýrnaskaða á rannsóknartímabilinu. Þessar niðurstöður benda til þess að erfðaþættir auki líkur á bráðum nýrnaskaða. Í framhaldinu er markmiðið að gera víðtæka erfðamerkjaleit til að freista þess að finna þá erfðaþætti sem auka áhættuna á bráðum nýrnaskaða.
Mynd: Martin Ingi var ungur vísindamaður Landspítala árið 2011