Landspítalateymið sem tekur þátt í Wow cyclothon hjólreiðakeppninni 23. til 26. júní gerir það til stuðings batamiðstöðinni á geðsviði Landspítala.
Það geta allir heitið á liðið og þar með stutt batamiðstöðina.
En hvað er batamiðstöð?
Eitt af helstu markmiðum batamiðstöðvarinnar er bætt þjónusta við notendur. Ein leið til þess er að auka val þeirra um leiðir til að vinna að sínum bata. Með starfrækslu batamiðastöðvar verður notendum boðið upp á úrval athafna og leiða til að auka almenna vellíðan og skapa sér aukin lífsgæði óháð því hvort einkenni veikinda vara til lengri eða skemmri tíma. Einn meginþátturinn í þeirri viðleitni er að gera notendum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar með góðri aðstöðu og aðgengi að ólíkum leiðum til þess.Þess er vænst að með með stuðningi Wow Cyclothon verði aðbúnaður til heilsueflingar á Kleppi bættur til muna auk þess sem sérmenntað fagfólk í líkamsþjálfun verði ráðið til að veita alhliða þjónustu á sviði hreyfingar.