Stefán Þórsson, læknanemi á 6. ári, hlaut nýverið verðlaun fyrir framúrskarandi ágrip og erindi á Nordic Baltic Congress of Cardiology sem haldið var í Tallinn í Eistlandi. Þrjú bestu ágripin að mati dómnefndar voru verðlaunuð. Ágrip Stefáns bar heitið Elevated Highly Sensitive Troponin T - Utility and Differential Diagnosis og fjallar um notagildi og mismunagreiningar hánæms trópóníns T.
Trópónín T er mikið notuð rannsókn við mat á orsökum brjóstverkja og eitt af skilmerkjum greiningar á kransæðastíflu. Rannsóknarniðurstöður Stefáns sýndu að trópónín T er mjög næmt til greiningar á kransæðastíflu og eðlileg mæling prótínsins hefur hátt neikvætt forspárgildi. Hins vegar er trópónín T ekki mjög sértækt fyrir hjartadrepi og fjölmargir aðrir sjúkdómar bæði í hjarta og í öðrum líffærum sem geta valdið hækkun á mæligildum þess.
Leiðbeinendur Stefáns eru Karl Andersen og Davíð O. Arnar.
Trópónín T er mikið notuð rannsókn við mat á orsökum brjóstverkja og eitt af skilmerkjum greiningar á kransæðastíflu. Rannsóknarniðurstöður Stefáns sýndu að trópónín T er mjög næmt til greiningar á kransæðastíflu og eðlileg mæling prótínsins hefur hátt neikvætt forspárgildi. Hins vegar er trópónín T ekki mjög sértækt fyrir hjartadrepi og fjölmargir aðrir sjúkdómar bæði í hjarta og í öðrum líffærum sem geta valdið hækkun á mæligildum þess.
Leiðbeinendur Stefáns eru Karl Andersen og Davíð O. Arnar.