Hjólateymi Landspítala býr sig af kappi undir Wow cyclothon hjólreiðakeppnina 23. til 26. júní 2015 þar sem hjólaðir verða alls 1.358 kílómetrar hringinn í hringum landið.
Áheitasöfnun stendur yfir og með framlagi í hana geta allir lagt Landspítalateyminu lið.
Áheitum er safnað til styrktar uppbyggingar batamiðstöðvar á Kleppi.
Áheitum er safnað til styrktar uppbyggingar batamiðstöðvar á Kleppi.
Hjólararnir frá Landspítala eru 10 og koma frá hinum ýmsu starfsstöðum og starfsstéttum spítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hjólreiðum og nú er stefnan tekin á að virkja áhugann í þágu góðs málefnis og hjóla til styrktar batamiðstöðvar Landspítala. Með því að tryggja að Landspítali vinni áheitakeppnina er um leið verið að styðja gott málefni.