Ragnheiður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á bráðaöldrunarlækingadeild B4.
Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1997. Auk þess er hún í meistaranámi með áherslu á öldrun og heilbrigði við Háskólann á Akureyri. Lokarannsókn Ragnheiðar er um sjálfsvanrækslu meðal aldraðra.
Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1997. Auk þess er hún í meistaranámi með áherslu á öldrun og heilbrigði við Háskólann á Akureyri. Lokarannsókn Ragnheiðar er um sjálfsvanrækslu meðal aldraðra.
Ragnheiður hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala frá útskrift, auk þess starfaði hún sem sölufulltrúi hjá lyfjafyrirtæki í tvö ár. Síðastliðin sex ár, eða frá árinu 2009, hefur Ragnheiður starfað í útskriftarteymi á Landspítala og hefur því yfirgripsmikla þekkingu á að skipuleggja og samhæfa þjónustu vegna flókinna útskrifta. Hún hefur komið að ýmsum gæða- og umbótaverkefnum.