Í umfjöllun Stövar 2 um áhrif verkfalla, m.a. á Landspítala, var vísað til atvikaskráningar á tímabilinu janúar-apríl.
Rétt er að skráningum atvika hefur fjölgað á tímabilinu en athygli er vakin á því að áhrifa verkfalla gætti einungis í fyrstu viku janúarmánaðar og frá 7. apríl en ekki allt tímabilið eins og ráða mætti af frétt Stöðvar 2. Ekki varð hlutfallsleg fjölgun skráninga á verkfallstímabilinu.
Landspítali hefur undanfarin misseri unnið að eflingu öryggismenningar á spítalanum og er atvikaskráning hluti af því verkefni. Starfsmenn eru hvattir til að skrá atvik sem verða í starfseminni svo unnt sé að skoða þau nánar, endurskoða ferla og bæta verklag. Innleiðing þessarar menningar hefur gengið vel og skráningum atvika fjölgar stöðugt sem gerir túlkun á breytingum milli ára erfiðan.
Vegna fréttar um verkföll og atvikaskráningu
Frá framkvæmdastjórn Landspítala: