Ásta Birna Benjamínsson, lífeindafræðingur á rannsóknarkjarn Landspítala, datt í lukkupottinn og vann til eignar reiðhjól sem hún fékk afhent 12. júní 2015. Starfsmannafélag Landspítala fékk gefins reiðhjól frá GÁP reiðhjólaversluninni sem ákvað síðan að gefa það einhverjum sem hefði gildan samgöngusamning við spítalann. Tvennt þurfti til að eiga möguleika á að vinna reiðhjólið, annars vegar að vera með samgöngusamning 1. júní 2015 eða hafa sótt um slíkan samning fyrir þann tíma. Hins vegar þurfti heppni því allir handhafar samgöngusamnings voru settir í lukkupott sem vinningsnafnið var dregið úr. Alls voru það 900 manns.