Kiwanisklúbburinn Esja hefur styrkt BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala, um 4 milljónir króna til eflingar lykilverkefnis deildarinnar á árinu 2015 að gera bráðaþjónustuna markvissari og fjölskyldumiðaðri.
Í ljósi þess að bráðleiki þjónustu BUGL hefur verið að aukast síðastliðin ár miðar lykilverkefni BUGL árið 2015 að því að bráðaþjónustan verði markvissari og fjölskyldumiðaðri. Helstu ástæður fyrir komu í bráðateymi BUGL eru depurðareinkenni með sjálfsvígshugsunum eða sjálfskaða. Oft er saga um alvarleg áföll. Því er mikilvægt að laga þjónustuna að þörfum þessa hóps og veita heildræna meðferð til að gagnast bæði börnunum og fjölskyldum þeirra. Ákveðið var að innleiða tvenns konar meðferð, annars vegar „díalektíska“ atferlismeðferð (DAM) og hins vegar tengslamiðaða fjölskyldumeðferð (ABFT). Í bráðateymi er nú þegar veitt DAM hópmeðferð sem er gagnreynt meðferðarúrræði er hjálpar börnum og foreldrum þeirra að takast á við tilfinningasveiflur, sjálfsskaða og vanlíðan.
Mikil þörf er einnig á markvissari fjölskyldunálgun. Rannsóknir hafa sýnt að tengslamiðuð fjölskyldumeðferð (ABFT) skilar bestum árangri. Til að geta boðið markvisst upp á slíka meðferð þurfa fleiri starfsmenn að fá þjálfun. Fyrirhugað er að nýta styrkinn frá Kiwanisklúbbnum Esju til að fá erlenda sérfræðinga til Íslands að kenna og þjálfa starfsmenn BUGL í að beita þessari meðferð á árangursríkan hátt. Auk þess til að innleiða notkun á hreyfiþroskamati (NUBU) hjá börnum 4-16 ára og að þjálfa starfsmenn í notkun líftemprunartækni (biofeedback) m.a. hjá börnum og unglingum með ADHD.
Í ljósi þess að bráðleiki þjónustu BUGL hefur verið að aukast síðastliðin ár miðar lykilverkefni BUGL árið 2015 að því að bráðaþjónustan verði markvissari og fjölskyldumiðaðri. Helstu ástæður fyrir komu í bráðateymi BUGL eru depurðareinkenni með sjálfsvígshugsunum eða sjálfskaða. Oft er saga um alvarleg áföll. Því er mikilvægt að laga þjónustuna að þörfum þessa hóps og veita heildræna meðferð til að gagnast bæði börnunum og fjölskyldum þeirra. Ákveðið var að innleiða tvenns konar meðferð, annars vegar „díalektíska“ atferlismeðferð (DAM) og hins vegar tengslamiðaða fjölskyldumeðferð (ABFT). Í bráðateymi er nú þegar veitt DAM hópmeðferð sem er gagnreynt meðferðarúrræði er hjálpar börnum og foreldrum þeirra að takast á við tilfinningasveiflur, sjálfsskaða og vanlíðan.
Mikil þörf er einnig á markvissari fjölskyldunálgun. Rannsóknir hafa sýnt að tengslamiðuð fjölskyldumeðferð (ABFT) skilar bestum árangri. Til að geta boðið markvisst upp á slíka meðferð þurfa fleiri starfsmenn að fá þjálfun. Fyrirhugað er að nýta styrkinn frá Kiwanisklúbbnum Esju til að fá erlenda sérfræðinga til Íslands að kenna og þjálfa starfsmenn BUGL í að beita þessari meðferð á árangursríkan hátt. Auk þess til að innleiða notkun á hreyfiþroskamati (NUBU) hjá börnum 4-16 ára og að þjálfa starfsmenn í notkun líftemprunartækni (biofeedback) m.a. hjá börnum og unglingum með ADHD.