Ályktun aðalfundar læknaráðs Landspítala föstudaginn 29. maí 2015
Þann 16. apríl síðastliðinn birti heilbrigðisráðherra ný fyrirmæli ráðherra um fyrirkomulag á afgreiðslu S-merktra og leyfisskyldra lyfja.
Að mati læknaráðs Landspítala fela breytingarnar í sér að tafir hafa orðið á afgreiðslu lyfja til sjúklinga.
Læknaráðið mótmælir öllum þeim breytingum á afgreiðslu lyfja sem valda aukinni skriffinsku og töfum á afgreiðslu lyfja og rofi á meðferð hjá sjúklingum.
Óskum við eftir að þessu verði breytt og tekið tillittil athugasemda lyfjanefndar Landspítala varðandi framkvæmd og afgreiðslu S-merktra og leyfiskyldra lyfja.