„Við vitum öll að þegar þetta fortakslausa ástand tekur enda þá bíða okkar mikil verkefni við að vinda ofan af alls kyns biðlistum – í skurðaðgerðir, rannsóknir og meðferðir. Það verður veruleg áskorun. Hins vegar er sömuleiðis ljóst að eftir svo erfiðan vetur og langvarandi verkföll verður stærsta verkefnið að ná okkur öllum saman aftur svo að við getum tekist á við verkefnin sem framundan eru og þá uppbyggingu sem verður að eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu.“
Páll Matthíasson í forstjórapistli 5. júní 2015