Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri styðja hjúkrunafræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga inn í þeirra störf á meðan verkfalli stendur. Hjúkrunarfræðinemar hvetja ríkið til að verða við eðlilegum kröfum um laun í samræmi við menntun og ábyrgð og útrýma kynbundnum launamun.
Ef halda á í ný útskrifaða hjúkrunafræðinga verða starfskjör að vera samkeppnishæf við nágrannalönd og stéttir með sambærilega menntun.
Fyrir hönd Curators, nemandafélags hjúkrunafræðinema Háskóla Íslands,
Þórdís Edda Hjartardóttir, Sara Ragnheiður Guðjónsdóttir, fulltrúi fjórða árs nema Háskóla Íslands
Fyrir hönd Eirar, nemandafélags heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri,
Helga Margrét Jóhannesdóttir, formaður Eirar, Katrín Erna Þorbjörnsdóttir, fulltrúi fjórða árs nema Háskólans á Akureyri