Landspítali hefur tekið í gagnið nýja sjálfsafgreiðslulausn fyrir nettengingu á spítalanum. Sjúklingar, aðstandendur og gestir á Landspítala geta nú á auðveldan hátt tengst gjaldfrjálsu þráðlausu neti fyrir eigin fartölvur, spjaldtölvur og farsíma. Nettengingin er auðkennd með LSH-Gestanet og geta notendur tengst henni með lykilorði sem þeir fá sent í smáskilaboðum. Tengingin helst virk nema að meira en 48 klukkustundir líði án þess að hún sé notuð. Þá er hægt að ná í nýtt lykilorð til að tengjast að nýju. Þessi breyting felur í sér bætta þjónustu til sjúklinga og aðstandenda þar sem aðgengi að nettengingu er nú mun betra en áður.
Hér í viðhengi má sjá leiðbeiningar www.landspitali.is/gestanet um innskráningu.