Á aðalfundi Læknaráðs Landspítalans sem haldinn var föstudaginn 29. maí 2015 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús þar sem að rúmlega 80% af allri þjónustu spítalans er sérhæfð þjónusta sem hvergi er veitt annars staðar á landinu. Ófremdarástand hefur skapast á Landspítala vegna verkfalla starfsmanna aðildarfélaga BHM og í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og er sjúkrahúsið illa starfhæft. Lausn þessara deilna þolir enga bið og verður að leysa strax.
f.h. læknaráðs Landspítala
Reynir Arngrímsson formaður