Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítala, hefur verið skipuð ríkissáttasemjari frá og með 1. júní n.k. Landspítali óskar Bryndísi velfarnaðar í nýju starfi og þakkar henni framúrskarandi störf í þágu spítalans.
Fyrirhugað er að auglýsa eftir nýjum yfirmanni mannauðsmála frá og með 1. september en fram að þeim tíma munu þær Bára Hildur Jóhannsdóttir og Aldís Magnúsdóttir sinna starfi starfsmannastjóra. Bára mun gegna starfinu frá 1. júní til 15. júlí, en Aldís tekur þá við, fram til 1. september.
Bára Hildur hefur starfað á Landspítala frá árinu 1999 að undanskyldum 2 árum þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu. Bára lauk hjúkrunarfræðinámi frá HÍ árið 2000, stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ 2003 og ljósmæðranámi frá HÍ 2006. Bára hefur starfað víða á Landspítala en lengst af á meðgöngu -og sængurlegudeild sem aðstoðardeildarstjóri. Frá árinu 2012 hefur hún starfað sem verkefnastjóri á mannauðsdeild auk þess sem hún hefur starfað í hlutastarfi á fæðingarvaktinni og sem verkefnastjóri á kvenna- og barnasviði. Bára er verkefnastjóri yfir einu af fjórum lykilverkefnum framkvæmdastjórnar; Mönnun heilbrigðisstétta. Önnur verkefni sem Bára hefur
Fyrirhugað er að auglýsa eftir nýjum yfirmanni mannauðsmála frá og með 1. september en fram að þeim tíma munu þær Bára Hildur Jóhannsdóttir og Aldís Magnúsdóttir sinna starfi starfsmannastjóra. Bára mun gegna starfinu frá 1. júní til 15. júlí, en Aldís tekur þá við, fram til 1. september.
Bára Hildur hefur starfað á Landspítala frá árinu 1999 að undanskyldum 2 árum þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu. Bára lauk hjúkrunarfræðinámi frá HÍ árið 2000, stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ 2003 og ljósmæðranámi frá HÍ 2006. Bára hefur starfað víða á Landspítala en lengst af á meðgöngu -og sængurlegudeild sem aðstoðardeildarstjóri. Frá árinu 2012 hefur hún starfað sem verkefnastjóri á mannauðsdeild auk þess sem hún hefur starfað í hlutastarfi á fæðingarvaktinni og sem verkefnastjóri á kvenna- og barnasviði. Bára er verkefnastjóri yfir einu af fjórum lykilverkefnum framkvæmdastjórnar; Mönnun heilbrigðisstétta. Önnur verkefni sem Bára hefur
unnið að eru m.a. breytingar á vaktakerfi, innleiðing óskavaktakerfis, breytingar á fæðingarþjónustu, kjaramál o.fl.
Aldís Magnúsdóttir hefur starfað sem verkefnastjóri á mannauðsdeild Landspítala undanfarin 7 ár, eða frá árinu 2007. Í starfi sínu á mannauðsdeild hefur hún sinnt mörgum verkefnum. Síðastliðna mánuði hefur hún að mestu unnið að kjaramálum og stýrir kjarateymi spítalans. Þá hefur hún sinnt starfi mannauðsráðgjafa á skrifstofu forstjóra og þar til nýlega einnig verið gæðastjóri á skrifstofu forstjóra. Aldís útskrifaðist með BA í hagfræði með aukagrein í lögfræði frá Háskóla Íslands 2007 og er að ljúka meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla.