Gert er ráð fyrir að í kjölfar verkfalls Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verði enn frekari röskun á starfsemi spítalans en þegar er orðin vegna verkfalla félaga í BHM. Almennt gildir að bráðatilvikum er sinnt venju samkvæmt á Landspítala en búast má við að biðtími á bráðamóttöku fyrir þá sem hafa minni háttar áverka eða veikindi geti lengst.
Sérstök athygli er vakin á því að Hjartagátt á Landspítala Hringbraut verður lokuð aðfaranótt 27. maí 2015 og eiga einstaklingar með bráð hjartavandamál að leita á bráðamóttökuna í Fossvogi.
Þá munu nokkrar dag- og göngudeildir lokast eða starfsemi þeirra skerðast verulega og er því beint til fóks sem á erindi á slíkar móttökur að leita upplýsinga um stöðu mála.