Fjórða útgáfa Handbókar í lyflæknisfræði er komin út. Bókin hefur tekið miklum breytingum frá síðustu útgáfu sem kom út árið 2006 og hefur notið mikilla vinsælda. Höfuðmarkmið með útgáfu bókarinnar er að styðja við skynsamlega nálgun og meðferð helstu sjúkdóma og vandamála sem heyra til lyflækninga. Umfjöllunin hefur í mörgum tilvikum sérstaka tilvísun í aðstæður hérlendis. Handbók í lyflæknisfræði hefur þegar öðlast traustan sess sem leiðbeinandi fræðirit og ætti að nýtast breiðum hópi lesenda, svo sem lyflæknum, heilsugæslulæknum, almennum læknum, læknanemum auk fagfólks innan annarra heilbrigðisstétta.
Ritstjórar Handbókar í lyflæknisfræði, Ari J. Jóhannesson, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Sigurður Ólafsson, eru allir starfandi sérfræðingar við lyflækningasvið Landspítala en meira en 50 höfundar, flestir þeirra íslenskir læknar við störf hér á landi eða erlendis, koma að ritun kaflanna sem eru 30 talsins. Bókin er tæplega 500 blaðsíður að lengd.
Háskólaútgáfan gefur bókina út og fæst hún í öllum helstu bókaverslunum. Fyrsta upplag seldist upp á skömmum tíma og er annað upplag nú komið í verslanir.
Á baksíðu bókarinnar segir meðal annars:
"Eina bók sinnar tegundar á íslensku og stenst fyllilega samanburð við hliðstæðar erlendar bækur í fremstu röð. Ómissandi."
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands
"Þessi grundvallarbók í lyflæknisfræði hefur ekki einvörðungu skírskotun til lækna og læknanema, heldur til allra heilbrigðisstétta og áhugafólks um heilsu og sjúkdóma. Að hafa slíkt rit á íslensku er mikill fengur.”
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Ritstjórar Handbókar í lyflæknisfræði, Ari J. Jóhannesson, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Sigurður Ólafsson, eru allir starfandi sérfræðingar við lyflækningasvið Landspítala en meira en 50 höfundar, flestir þeirra íslenskir læknar við störf hér á landi eða erlendis, koma að ritun kaflanna sem eru 30 talsins. Bókin er tæplega 500 blaðsíður að lengd.
Háskólaútgáfan gefur bókina út og fæst hún í öllum helstu bókaverslunum. Fyrsta upplag seldist upp á skömmum tíma og er annað upplag nú komið í verslanir.
Á baksíðu bókarinnar segir meðal annars:
"Eina bók sinnar tegundar á íslensku og stenst fyllilega samanburð við hliðstæðar erlendar bækur í fremstu röð. Ómissandi."
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands
"Þessi grundvallarbók í lyflæknisfræði hefur ekki einvörðungu skírskotun til lækna og læknanema, heldur til allra heilbrigðisstétta og áhugafólks um heilsu og sjúkdóma. Að hafa slíkt rit á íslensku er mikill fengur.”
Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og forseti læknadeildar Háskóla Íslands