Ályktun samþykkt af stjórn hjúkrunarráðs Landspítala 19. maí 2015:
Hjúkrunarráð Landspítala ályktar vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga 27. maí 2015
Hjúkrunarráð Landspítala lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga og hversu illa gengur að semja við þær heilbrigðisstéttir sem nú þegar eru í verkfalli.
Framkvæmdastjórn Landspítala og landlæknir hafa bent á að nú þegar er öryggi sjúklinga ótryggt. Þar að auki er uppsafnaður vandi á Landspítala þar sem biðlistar hafa lengst og atgervisflótti starfsfólks er raunverulegur.
Landspítali og íslenskt heilbrigðiskerfi í heild má ekki við frekari skerðingu á þjónustu. Hætt er við að skaði hljótist af sem erfitt verði að bæta. Hjúkrunarráð Landspítala hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum áður en til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Velferð þjóðarinnar er í húfi.
Fyrir hönd hjúkrunarráðs,
Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður
Hjúkrunarráð Landspítala ályktar vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga 27. maí 2015
Hjúkrunarráð Landspítala lýsir yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi verkfalls hjúkrunarfræðinga og hversu illa gengur að semja við þær heilbrigðisstéttir sem nú þegar eru í verkfalli.
Framkvæmdastjórn Landspítala og landlæknir hafa bent á að nú þegar er öryggi sjúklinga ótryggt. Þar að auki er uppsafnaður vandi á Landspítala þar sem biðlistar hafa lengst og atgervisflótti starfsfólks er raunverulegur.
Landspítali og íslenskt heilbrigðiskerfi í heild má ekki við frekari skerðingu á þjónustu. Hætt er við að skaði hljótist af sem erfitt verði að bæta. Hjúkrunarráð Landspítala hvetur stjórnvöld til að ganga frá samningum áður en til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur. Velferð þjóðarinnar er í húfi.
Fyrir hönd hjúkrunarráðs,
Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður