Starfsfólk Landspítala hefur ákveðið að vera með lið í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni 2015. Hjólað er hringinn í kring um landið með boðsveitarformi og hjólreiðamenn skipta með sér kílómetrunum 1.332. Spítalaliðið heitir „Landspítalateymið“ og er þverfaglegt 10 manna teymi af ýmsum deildum spítalans.
Landspítali naut góðs af þessari keppni í fyrra og þátttakendunum nú fannst mikilvægt að mæta líka með lið í keppnina í ár.
Keppnin hefst 23. júní og undirbúningur er í fullum gangi. Fyrsta alvöru æfingin var 17. maí.