Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala, og Helga Jónsdóttir prófessor eru fulltrúar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands í þriggja landa þverfaglegu rannsóknarverkefni sem hefur að markmiði að þróa tæki til að stuðla að aukinni hreyfingu fólks sem hefur fengið heilablóðfall. Verkefnið hefur hlotið 91 milljóna króna styrk frá NordForsk, stofnun sem hefur umsjón með rannsóknarsamsarfi á Norðurlöndum. Tækið á verða einfalt í notkun þannig að sjúklingar og aðstandendur þeirra geti nýtt sér það heima hjá sér.
Leit
Loka