Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu til allt að fjögurra ára. Verðmæti samningsins til tveggja ára er tæpar 40 milljónir króna. Taxtar lækka umtalsvert sem skilar sér í mun minni kostnaði fyrir spítalann. Samningurinn var gerður í framhaldi af útboði sem fram fór í byrjun árins 2015. Vodafone hefur séð spítalanum fyrir fastlínu- og fjarskiptaþjónustu frá árinu 2002.
Á mynd: Margrét Einarsdóttir, viðskiptastjóri fyrirtækjaþjónustu Vodafone, Kristján Valdimarsson, verkefnastjóri á innkaupadeild Landspítala, Björn Jónsson, deildarstjóri heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar (HUT) á Landspítala, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Stefán Sigurðsson,forstjóri Vodafone, Trausti Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu Vodafone og Hans Orri Straumland, hópstjóri net- og símkerfa á HUT.