Leitað var tilnefninga á spítalavefnum og bárust 107 slíkar.
Bryndís Hlöðversdóttir starfsmannastjóri og Páll Matthíasson forstjóri afhentu viðurkenningarnar á ársfundinum og fengu hinir heiðruðu málverk eftir Sossu.
Dana Lind Lúthersdóttir læknaritari, miðstöð um sjúkraskrárritun - Skurðlækningasvið
- Sem klettur í starfsemi miðstöðvar um sjúkraskrárritun frá byrjun. Hefur breiða þekkingu og er óspör á að deila henni með öðrum.
Elín María Sigurðardóttir deildarstjóri, skurðlækningadeild - Skurðlækningasvið
- Stendur með sínu fólki, hefur hugrekki til að taka á erfiðum málum og hvetur okkur áfram.
Glóey Thao Thanh Ðo matartæknir, þjónusta eldhúss - matsala - Rekstrarsvið
- Góð í samskiptum, svarar öllum erindum á kurteisislegan hátt. Einstaklega lipur og geðgóður starfsmaður.
Hafdís Sigurðardóttir starfsmaður, bráða- og göngudeild - Flæðisvið
- Er vakandi fyrir fólki í umhverfi sínu, sýnir frumkvæði og stuðlar að vellíðan starfsmanna og sjúklinga.
Halla Þórhallsdóttir aðstoðardeildarstjóri, móttökugeðdeild 33A - Geðsvið
- Er fórnfús, úrræðagóð, fylgin sér og hvetjandi.
Halldóra Jónsdóttir sjúkraliði, háls-, nef- og eyrna-, lýta- og æðaskurðdeild - Skurðlækningasvið
- Yndisleg við sjúklinga og samstarfsfólk. Hefur frábæra útgeislun. Það eru allir heppnir sem fá að vinna með Halldóru.
Ingibjörg Ólafsdóttir ljósmóðir, meðgöngu- og sængurlegudeild - Kvenna- og barnasvið
- Yfir 30 ára farsælt ljósmæðrastarf á næturvöktum, bóngóð, jákvæð og vinnufús.
Kjartan Jónas Kjartansson yfirlæknir, fíknigeðdeild - Geðsvið
- Fyrst og fremst faglegur. Í fararbroddi við innleiðingu teymisvinnu, faglegur og skilvirkur.
Ólafía Svandís Grétarsdóttir lífeindafræðingur - Rannsóknarsvið
- Einstaklega ljúfmannlegt viðmót, ábyrg og úrræðagóð. Hver deild ætti að vera hreykin af að hafa hana í starfi.
Sigurlína Scheving Elíasdóttir heilbrigðisritari, göngudeild BUGL - Kvenna- og barnasvið
- Við elskum hana bara öll. Hún ávinnur sér og BUGL / LSH virðingu með sinni jákvæðri framkomu. Frábært viðmót, hreinskiptin og heiðarleg.
Þóranna Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri, smitsjúkdómadeild - Lyflækningasvið
- Er algjör gullmoli, mikil hvunndagshetja og fyrirmyndarstarfskraftur.
Örn Sigurðsson rafvirki, rafmagnsverkstæði við Hringbraut - Rekstrarsvið
- Frábær starfsmaður, fljótur að bregðast við og leysir úr öllum málum.
Sýkingavarnir
- Starfsfólk sýkingavarna er sómi Landspítala, sverð og skjöldur. Stendur vaktina nótt sem nýtan dag í baráttunni við hættulegar örverur.