Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, er heiðursvísindamaður Landspítala árið 2015. Honum hlotnaðist sá heiður á Vísindum á vordögum, árlegri vísindadagskrá í Hringsal á Landspítala Hringbraut, 28. apríl 2015.
Pálmi lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðipróf í lyflækningum frá University of Connecticut 1986 og sérfræðiprófi í öldrunarlækningum við Harvard University 1990. Hann var í rannsóknar- og kennslustöðu við Harvardháskóla 1988-1989, varð dósent í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands 1994 og prófessor frá 2008. Pálmi hefur verið leiðbeinandi fjölda nemenda í rannsóknartengdu námi. Hann hefur sinnt öldrunarlækningum frá heimkomu ýmist sem yfirlæknir, forstöðulæknir eða sviðsstjóri.
Pálmi hefur starfað í fjölmörgum nefndum innan sjúkrahúsa, læknadeildar og í heilbrigðisþjónustunni, m.a. um takmörkun meðferðar við lífslok, vistunarmat aldraðra, um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu (1995-1998) og heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og verið formaður sérfræðinefndar lækna. Pálmi beitti sér fyrir stofnun og hefur verið formaður Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum frá 1999. Pálmi er í stýrihópi öldrunarrannsóknar, sem er afar öflug rannsókn á heimsvísu og unnin í samvinnu Hjartaverndar og bandarísku öldrunarrannsóknarstofnunarinnar. Pálmi er þátttakandi í InterRAI frá 1991 og hefur setið í stjórn samtakanna frá 1999 (www.InterRAI.org.) InterRAI er hópur vísindamanna sem vinnur að þróun samhæfðra alþjóðlegra matstækja fyrir fólk með langvinna sjúkdóma sem nýtur þjónustu innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Markmiðið er að skilgreina þarfir fólks á skilvirkan hátt, meta gæði, leggja mat á kostnað og auðvelda stefnumótun og alþjóðlegar rannsóknir. Pálmi hefur stýrt evrópskum og samnorrænum rannsóknum er snúa að aðferðarfræði InterRAI. Pálmi er í stjórn Middle Eastern Academy for Medicine on Aging frá 2005 og hefur sem sjálfboðaliði kennt öldrunarlækningar fyrir lyf- og heimilislækna í miðausturlöndum.
Tímaritsgreinar Pálma eru yfir 150 (meira en 6.000 tilvitnanir, h-index 33), nokkrir bókakaflar í virtum kennslubókum í öldrunarlækningum og fjölmörg ágrip á vísindaþingum auk boðsfyrirlestra. Hann hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2013. Rannsóknarverkefni Pálma eru af margvíslegu tagi.
Pálmi lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðipróf í lyflækningum frá University of Connecticut 1986 og sérfræðiprófi í öldrunarlækningum við Harvard University 1990. Hann var í rannsóknar- og kennslustöðu við Harvardháskóla 1988-1989, varð dósent í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands 1994 og prófessor frá 2008. Pálmi hefur verið leiðbeinandi fjölda nemenda í rannsóknartengdu námi. Hann hefur sinnt öldrunarlækningum frá heimkomu ýmist sem yfirlæknir, forstöðulæknir eða sviðsstjóri.
Pálmi hefur starfað í fjölmörgum nefndum innan sjúkrahúsa, læknadeildar og í heilbrigðisþjónustunni, m.a. um takmörkun meðferðar við lífslok, vistunarmat aldraðra, um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu (1995-1998) og heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og verið formaður sérfræðinefndar lækna. Pálmi beitti sér fyrir stofnun og hefur verið formaður Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum frá 1999. Pálmi er í stýrihópi öldrunarrannsóknar, sem er afar öflug rannsókn á heimsvísu og unnin í samvinnu Hjartaverndar og bandarísku öldrunarrannsóknarstofnunarinnar. Pálmi er þátttakandi í InterRAI frá 1991 og hefur setið í stjórn samtakanna frá 1999 (www.InterRAI.org.) InterRAI er hópur vísindamanna sem vinnur að þróun samhæfðra alþjóðlegra matstækja fyrir fólk með langvinna sjúkdóma sem nýtur þjónustu innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Markmiðið er að skilgreina þarfir fólks á skilvirkan hátt, meta gæði, leggja mat á kostnað og auðvelda stefnumótun og alþjóðlegar rannsóknir. Pálmi hefur stýrt evrópskum og samnorrænum rannsóknum er snúa að aðferðarfræði InterRAI. Pálmi er í stjórn Middle Eastern Academy for Medicine on Aging frá 2005 og hefur sem sjálfboðaliði kennt öldrunarlækningar fyrir lyf- og heimilislækna í miðausturlöndum.
Tímaritsgreinar Pálma eru yfir 150 (meira en 6.000 tilvitnanir, h-index 33), nokkrir bókakaflar í virtum kennslubókum í öldrunarlækningum og fjölmörg ágrip á vísindaþingum auk boðsfyrirlestra. Hann hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2013. Rannsóknarverkefni Pálma eru af margvíslegu tagi.
Helstu niðurstöður úr rannsóknum sem Pálmi hefur beitt sér fyrir eða tekið þátt í:
- Ákvarðanir við lífslok eru iðulega ræddar seint í sjúkdómsferli þegar einstaklingurinn sjálfur er of veikur til þess að taka þátt í umræðunni. Mikilvægt að taka almenna umræðu um lífsviðhorf og væntingar snemma og aðlaga síðan eftir því sem sjúkdómi vindur fram. Lífsskrá og miðlæg skráning á óskum og takmörkunum á meðferð væru framfaraskerf.
- Aldurstengdar breytingar eru ígildi sjúkdóma og geta haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar. Heilbrigður lífsstíll og hreyfing á miðjum aldri eykur líkur á heilbrigði og lífsgæðum á efstu árum. Engu að síður er aldrei of seint að bæta sig.
- Erfðafræði Alzheimer´s sjúkdóms eykur skilning á meingerð sjúkdómsins og getur bent á hugsanleg meðferðartækifæri sem gætu breytt náttúrusögu sjúkdómsins.
- InterRAI tæknin straumlínulagar heildrænt öldrunarmat sem er nauðsynlegt þar sem eldra fólk er í eðli sínu gjörólíkt miðaldra fólki. Ástæðan er víðtækar aldurstengdar breytingar, sjúkdómafjöldi sem eykst með aldri, mörg lyf og líkamleg, vitræn og andleg skerðing sem verður algengari með aldri, svo og félagsleg viðfangsefni, m.a. fjölgar einbúum. InterRAI tæknin kortleggur öll þessi mál samtímis sem auðveldar forgangsröðun verkefna og skilning á stöðu einstaklingsins. En þessi tækni greinir einnig gæðavísa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu og metur umönnunarþyngd. Þannig skapast tækifæri til að samstilla þjónustu í samfélagi og á sjúkrahúsi sem getur leitt til bættrar þjónustu, aukinna gæða, skilvirkni og hámörkunar á því fjármagni sem úr er að spila á hverjum tíma.