Advanced Trauma Life Support (ATLS) námskeið var haldið á Landspítala 22. til. 24. apríl 2015. Námskeiðið sóttu almennir læknar af skurðdeild, bráðamóttöku og svæfingardeild.
Á ATLS námskeiði læra þátttakendur mat og bráðameðferð fjöláverkasjúklinga á skipulagðan hátt. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og færnistöðvum og lýkur með skriflegu og verklegu prófi. Námskeiðið var haldið á vegum Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi og komu 6 leiðbeinendur til landsins en þetta er í annað sinn sem þessi hópur heldur námskeiðið hér á landi.
Elfar Úlfarsson heila- og taugaskurðlæknir sá um skipulagningu námskeiðsins ásamt Martin Sundelöf skurðlækni á Karólínska sjúkrahúsinu.
Eftirfarandi læknar tóku þetta námskeið:
Svæfingardeild:
Rúnar Bragi Kvaran, Dagbjört Helgadóttir, Guðrún María Jónsdóttur, Arnar Þór Tulinius og Helga Kristín Mogensen,
Bráðadeild:
Davíð Björn Þórisson, Sigurveig Margrét Stefánsdóttir, Hrafnkell Stefánsson, Signý Ásta Guðmundsdóttir og Vicente Sanchez-Brunete Ingelmo
Skurðdeild:
Þórður Skúli Gunnarsson, Rut Skúladóttir, Marta Rós Berndsen, Sigurbjörn Þór Þórsson og Bjartur Sæmundsson.