Við kvöddum veturinn með ánægjulegum hætti þegar Landspítali hlaut umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn en heilsum sumri í skugga verkfalla, segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sínum. „Hundruðum aðgerða og meðferða hefur verið frestað sem og þúsundum rannsókna. ... Sú truflun sem á starfseminni verður í verkfallsaðgerðum er óásættanleg. Fyrirsjáanlegar eru aðgerðir annarra mikilvægra hópa sem starfa á Landspítala. Við þetta verður ekki búið og því skal enn brýnt fyrir deiluaðilum að komast að samkomulagi hið fyrsta. Það er mikið í húfi.“
Forstjórapistill 24. apríl 2015