Hjúkrunarráð Landspítala stendur 21. apríl 2015 fyrir opnum fundi um flæði sjúklinga á spítalanum.
Fundurinn verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut milli kl. 12:30 og 14:30 og er öllum opinn.
Fundurinn verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut milli kl. 12:30 og 14:30 og er öllum opinn.
- Stuttar kynningar á áskorunum tengdum flæði sjúklinga frá deildarstjóra flæðisdeildar, framkvæmdastjórum þeirra deilda sem flæðismál þykja hvað þyngst, forstjóra spítalans og skrifstofustjóra skrifstofu heilbrigðisþjónustu velferðarráðuneytisins.
- Fundinum er ætlað að skapa framangreindum vettvang til að kynna bjargráð og framtíðarsýn hvað varðar eina af stærstu áskorunum á Landspítala og öðrum tækifæri til að spyrja og ráðleggja.