Vottunin nær til reksturs og þróunar á tölvuumhverfi spítalans, þ.m.t. viðbraðsáætlana.
Við endurnýjun vottunar var stuðst við 2013 útgáfu af ISO27001 staðlinum (ISO27001:2013) sem inniheldur ýmis ný atriði sem þurfti að bregðast við.
Úttektin, sem stóð yfir í fjóra daga, var gerð af The British Standards Institution (BSI). Úttektarstofnunin tók viðtöl við tæplega 30% af starfsfólki HUT auk þess sem skoðað var ógrynni af gögnum. Óhætt er að segja, út frá niðurstöðu og umsögn úttektarstofnunarinnar, að HUT hafi staðist úttektina með glæsibrag.
Afar jákvætt er að fá slíka umsögn í heildarúttekt, ekki síst í ljósi þess flókna og yfirgripsmikla tölvuumhverfis sem rekið er á Landspítala.
Vottunin nær til næstu þriggja ára en verður þó fylgt eftir með árlegri heimsókn frá úttektarstofnuninni.