„Við höldum nú inn I páskahátíðina með nokkuð blendnum hug, “ segir Páll Matthíasson forstjóri í páskapistli sínum vegna verkfalla sem vofa yfir starfsemi á Landspítala. „Starfsemi Landspítala er flókin og viðkvæm. Á hverjum degi keyrum við allar einingar á fullum afköstum til að anna þeirri miklu eftirspurn sem er eftir þjónustu okkar. Öll röskun sem verður á starfseminni er alvarleg og möguleg öryggisógn. Truflanir sem urðu vegna verkfallsaðgerða lækna voru slæmar og komandi aðgerðir munu enn þyngja róðurinn. Ábyrgð samningsaðila er þannig mikil og því vil ég hvetja þá til að ná samkomulagi sem allra fyrst.“
Leit
Loka