„Við erum afar stolt af þessum árangri sem er afrakstur samstillts verkefnis fjölda fólks. Landspítali er stór stofnun og samfélagsleg ábyrgð hans mikil, “ segir Páll Matthíasson forstjóri í tilefni af því að eldhús og matsalir Landspítala hafa fengið umhverfisvottun og henni til staðfestingar Svaninn, umhverfismerki Norðurlandanna.
Forstjóri Landspítala segir blikur á lofti með væntanlegum verkfallsaðgerðum sem að óbreyttu hefjist eftir páska. „Ef af þeim verður þá verður það verkefni okkar, í samvinnu við viðkomandi stéttarfélög, að tryggja öryggi sjúklinga og er ég sannfærður um að það takist. Á sama tíma vonum við að aðilar nái sáttum áður en til verkfalla kemur.“