(myndatexti)
Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri Næringarstofu afhendir Kristjönu G Guðbergsdóttur, deildarstjóra blóðlækningadeildar Hb-11G viðurkenninguna.
(mætti líka fara á facebook síðu LSH)
Næringarstofa veitti blóðlækningadeild 11G viðurkenningu fyrir lofsvert framtak á sviði næringar sjúklinga á Næringardegi Landspítala 20. mars 2015. Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri næringarstofu, afhenti Kristjönu G. Guðbergsdóttur, deildarstjóra blóðlækningadeildar 11G, viðurkenningu þess efnis.
Á viðurkenningarskjali stendur:
„Með stuðningi yfirmanna og annarra velunnara hefur Kristjönu deildarstjóra og samstarfsfólki tekist með eljusemi og áræðni að koma á margvíslegum breytingum með það að markmiði að bæta næringarástand og matmálstíma. Upplifun sjúklinga af matmálstímum hefur verið bætt með því að gera umhverfið heimilislegt og aðlaðandi. Meðal annars var fjárfest í huggulegum borðbúnaði. Eldhús deildarinnar er mannað af fagfólki sem tekur þátt í umönnun sjúklingana og fylgist meðal annars með því hvernig sjúklingum gengur að borða og býður upp á millibita eftir þörfum. “