Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi hefur verið ráðin til áframhaldandi starfa við Landspítala. Jóna Ingibjörg er sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS) og hefur áralanga reynslu af hjúkrunar-og kynfræðistörfum. Undanfarin ár hefur hún verið starfsmaður tveggja umbótaverkefna innan spítalans; Kynlíf og krabbamein - og Kynlíf og veikindi.
Jóna Ingibjörg mun meðal annars sinna sérhæfðri kynlífsráðgjafaþjónustu fyrir sjúklinga og koma að starfsþróun fyrir starfsfólk spítalans um kynlífstengd málefni.
Hægt er að panta tíma í kynlífsráðgjöf með því að senda tölvupóst jonaijon@landspitali.is, senda beiðni í Sögu eða leggja fyrir skilaboð í s. 543 6800 (ritari geislameðferðardeildar) eða í s. 543 6040 (ritari göngudeildar lyflækninga) og Jóna Ingibjörg hefur samband.