Karlaklúbbur Grensáss lætur til sín taka í átakinu sem tengist mottumars 2015. Sjúkraþjálfararnir í klúbbnum ákváðu að stofna lið og hefja söfnun svo nú er hægt að heita á þá. Þeir eru þegar búnir að safna tæpum 50 þúsund krónum en ætla sér að minnsta kosti í 100 þúsund.
Klúbbfélagarnir eru iðnir við að birta myndir að íturvöxnum líkömum sínum á vefsíðu mottumars. Á myndinni hér við hliðina eru þeir á sundlaugarbakkanum á Grensási. Ástæðan fyrir myndatöku þarna var ekki of mikill lægðagangur úti heldur að einkunnarorð piltanna eru „Vertu þinn eiginn lífvörður “.
Það er hægt að skoða myndaalbúm á mottumars.is, fylgjast með hvernig söfnunin gengur og leggja piltunum lið.