Hringskonur afhentu skurðdeild Landspítala 12. mars 2015 að gjöf tvö tæki sem nýtast við skurðaðgerðir bæði á börnum og fullorðnum, aðallega við hjartaskurðaðgerðir eða aðrar aðgerðir þar sem mikið getur blætt.
Annars vegar er um að ræða Cell Saver sem er eins konar endurvinnslutæki fyrir blóð og þvær blóð sem fellur til við aðgerðina. Þannig er hægt að endurnýta blóð úr sjúklingnum sjálfum og fækka blóðgjöfum úr Blóðbanka.
Hins vegar HepCon sem mælir blóðstorku og styrk blóðþynnandi lyfja í blóði sjúklinga. Tækið er aðallega nýtt við opnar hjartaaðgerðir og mælir mun nákvæmar en áður hversa mikla blóðþynningu þarf þegar sjúklingar eru tengdir við hjarta- og lungnavél. Blóðþynning verður því nákvæmari, blæðingarvandamálum fækkar og minni þörf er fyrir blóðgjafir.
Bæði tækin auka öryggi sjúklinga, ekki síst við aðgerðir á börnum.
Annars vegar er um að ræða Cell Saver sem er eins konar endurvinnslutæki fyrir blóð og þvær blóð sem fellur til við aðgerðina. Þannig er hægt að endurnýta blóð úr sjúklingnum sjálfum og fækka blóðgjöfum úr Blóðbanka.
Hins vegar HepCon sem mælir blóðstorku og styrk blóðþynnandi lyfja í blóði sjúklinga. Tækið er aðallega nýtt við opnar hjartaaðgerðir og mælir mun nákvæmar en áður hversa mikla blóðþynningu þarf þegar sjúklingar eru tengdir við hjarta- og lungnavél. Blóðþynning verður því nákvæmari, blæðingarvandamálum fækkar og minni þörf er fyrir blóðgjafir.
Bæði tækin auka öryggi sjúklinga, ekki síst við aðgerðir á börnum.