„Niðurstöður starfsumhverfiskönnunar 2015 liggja nú fyrir og gefa vísbendingar um að við erum á réttri leið. Ánægjulegast er að sjá að starfsánægja eykst verulega og í raun eru allir flokkar á uppleið frá árinu 2013. Þrátt fyrir að í heildina séu niðurstöðurnar afar jákvæðar verður ekki framhjá því horft að enn telur starfsfólk álag vera of mikið í starfi sínu. Við munum fara sérstaklega yfir þennan þátt og greina nánar svo viðbrögðin verði markviss og skili árangri.“
Forstjórapistill Páls Matthíassonar 16. mars 2015