Starfsmenn Aðalskoðunar afhentu barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, 6. mars 2015 styrk upp á 250 þúsund krónur en fjárhæðinni söfnuðu þeir með þátttöku sinni í sjónvarpsþáttunum Geðveik jól á RÚV í desember 2014.
Með þátttökunni framleiddu starfsmenn Aðalskoðunar lag og myndband sem keppti um titilinn „Geðveikasta jólalagið 2014“ og söfnuðu um leið áheitum fyrir spítalann en tilgangur þáttanna er að minna á geðheilbrigði ásamt því að safna áheitum fyrir gott málefni.
Á myndinni: Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Friðrikka Auðunsdóttir, skrifstofustjóri Aðalskoðunar, Bjarney Lúðvígsdóttir frá Geðveikum jólum. Frá BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, Hrefna Harðardóttir og Linda Kristmundsdóttir.